background image

LÖG

Faralds- og líftölfrćđifélagsins

Lög samţykkt á almennum fundi í Reykjavík ţ. 14. mars 2007 (stofnfundi félagsins), lagabreyting gerđ á ađalfundi 29. nóv 2010.


Međ faraldsfrćđi er átt viđ rannsóknir á dreifingu og áhrifaţáttum sjúkdóma, dauđsfalla og annarra ţátta er tengjast heilbrigđi, í skilgreindum hópum manna. Jafnframt fćst faraldsfrćđin viđ hagnýtingu ţessara rannsókna í ţví skyni ađ hafa stjórn á heilbrigđisvandamálum. Faraldsfrćđin og líftölfrćđin eru mikilvćgar frćđigreinar innan ramma heilbrigđis- og lýđheilsuvísinda. Faraldsfrćđileg ţekking og ađferđafrćđi er mikilvćgur grundvöllur framţróunar á sviđi heilbrigđismála og forvarna. Ţví er brýnt er ađ styđja viđ hana og efla sem mest, samfélaginu til heilla.

1. grein

Nafn félagsins

Félagiđ heitir Faralds- og líftölfrćđifélagiđ (á ensku The Icelandic Society for Epidemiology and Biostatistics). Starfssvćđi ţess er landiđ allt. Heimili og varnarţing félagsins er í Reykjavík.

2. grein

Tilgangur félagsins

Faralds- og líftölfrćđifélagiđ er félag fagmanna og áhugafólks um faraldsfrćđi og líftölfrćđi á Íslandi. Tilgangur félagsins er ađ:

Starf félagsins grundvallast á hugmyndum vísinda og notkun faralds- og líftölfrćđi til ađ efla ţau, ýmist sem sjálfstćđ frćđigrein eđa sem grein sem beitt er til efla ţekkingu á öđrum sviđum vísinda og mennta. Félagiđ leggur áherslu á félagslegt réttlćti, jafnrétti, tjáningarfrelsi, friđ, gagnkvćma virđingu og umburđarlyndi í samskiptum og skođanaskiptum. Félagiđ skal eiga samskipti viđ félagasamtök um faralds- og líftölfrćđi á erlendum vettvangi.

3. grein

Ađild ađ félaginu

Rétt til ađildar ađ félaginu eiga fagmenn og áhugafólk um faralds- og líftölfrćđi. Umsókn um ađild er yfirlýsing um stuđning viđ tilgang félagsins og ţćr hugmyndir sem félagiđ grundvallast á (sbr. 2. gr.). Umsókn skal berast stjórn bréflega og tekur hún ákvörđun um ađild hverju sinni.

4. grein

Réttindi og skyldur félagsmanna

Félagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins. Rétt til ađ greiđa atkvćđi á fundum félagsins og kjörgengi í stjórn og nefndir hafa einungis ţeir sem greitt hafa félagsgjöld. Allir félagsmenn eiga rétt á efni sem félagiđ gefur út.

Félagsmönnum ber ađ virđa lög félagsins, fundarsköp, fundarsamţykktir og ákvarđanir stjórnar. Félagsmönnum er óheimilt ađ tjá sig á opinberum vettvangi í nafni félagsins nema međ samţykki stjórnar. Félagsmönnum er skylt ađ greiđa félagsgjald samkvćmt ákvörđun ađalfundar hverju sinni. Félagsmađur sem ekki greiđir félagsgjöld í tvö ár missir öll réttindi í félaginu.

5. grein

Ađalfundur

Ađalfundur hefur ćđsta vald í öllum málefnum félagsins. Hann skal haldinn árlega ađ hausti. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á ađalfundi međ málfrelsi, tillögurétt og atkvćđarétt. Fundurinn skal bođađur félagsmönnum međ tryggum hćtti međ minnst fjórtán daga fyrirvara. Í fundarbođi skal greina fundarefni svo og allar tillögur sem ćtlast er til ađ bornar verđi undir atkvćđi. Stjórn félagsins skipuleggur og ber ábyrgđ á framkvćmd ađalfundar. Dagskrá ađalfundar er eftirfarandi:

  1. Setning fundar og kynning dagskrár.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liđnu starfstímabili.
  4. Reikningar félagsins lagđir fram.
  5. Starfsáćtlun og fjárhagsáćtlun nćsta starfstímabils lagđar fram.
  6. Ákvörđun félagsgjalda.
  7. Lagabreytingar.
  8. Kosning fimm manna stjórnar, tveggja varamanna og tveggja skođunarmanna reikninga til tveggja ára.
  9. Kosning í nefndir félagsins.
  10. Önnur mál.

Á ađalfundi rćđur meirihluti atkvćđa úrslitum, ţó ţarf a.m.k. 2/3 atkvćđa til lagabreytinga (sjá gr. 6). Halda skal gerđarbók um ađalfundi félagsins og skrá allar samţykktir og ákvarđanir. Fundargerđir ađalfunda skulu birtar eigi síđar en fjórum vikum eftir ađ ađalfundur er haldinn. Málefni sem óskast tekin fyrir á ađalfundi skulu berast stjórn félagsins a.m.k. tveimur vikum fyrir ađalfund.

6. grein

Lagabreytingar

Lögum félagsins verđur ađeins breytt á ađalfundi félagsins. Tillaga til lagabreytingar skal berast stjórn međ a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Ef tillaga til lagabreytingar verđur tekin til međferđar á ađalfundi skal ţess getiđ í fundarbođi og gerđ grein fyrir tillögunni ţar.

7. grein

Stjórn félagsins

Stjórn félagsins skal skipuđ fimm félagsmönnum og tveimur til vara sem kosnir eru á ađalfundi. Stjórnin skiptir međ sér verkum. Í stjórn eru, auk formanns, ritari sem jafnframt er varaformađur, gjaldkeri og tveir međstjórnendur. Ef stjórnarmađur gengur úr félaginu eđa hćttir stjórnarstörfum ber varamanni ađ taka sćti hans.

Stjórn fer međ málefni félagsins á milli ađalfunda og annast framkvćmd á ákvörđunum hans. Stjórnarfundir skulu vera a.m.k. ársfjórđungslega. Halda skal gerđarbók um ţađ sem fjallađ er um á stjórnarfundum og skal hún vera ađgengileg félagsmönnum. Stjórnarfundur er ályktunarfćr ef ţrír stjórnarmenn hiđ fćsta sitja fundinn. Einfaldur meirihluti rćđur úrslitum í kosningum um ályktanir. Stjórn félagsins skal hafa umsjón međ rekstri félagsins og bera ábyrgđ á fjárreiđum ţess. Endurskođađir reikningar félagsins skulu liggja frammi a.m.k. tveimur vikum fyrir ađalfund ár hvert. Stjórn tekur ákvarđanir um ráđningu starfsmanna félagsins.

8. grein

Málţing

Málţing um faralds- og líftölfrćđi skal halda ađ minnsta kosti annađ hvert ár. Á málţingum skal fjalla um málefni á sviđi faralds- og líftölfrćđi, innanlands sem erlendis. Öllum er heimil seta á málţingum félagsins og skal til ţess bođađ međ almennri auglýsingu međ a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Stjórn ber ábyrgđ á framkvćmd málţinganna og sér um skipulagningu ţeirra eđa felur hana öđrum félagsmönnum eđa starfsmönnum.

9. grein

Félagsfundir og vinnuhópar

Auk ađalfundar skal halda félagsfund hvenćr sem stjórn félagsins álítur ţađ nauđsynlegt. Stjórn ber ađ bođa til félagsfundar ef tíu eđa fleiri félagsmenn óska ţess formlega. Til félagsfundar skal bođađ međ almennri auglýsingu međ a.m.k. sjö daga fyrirvara. Stjórn getur stofnađ vinnuhópa um tiltekin málefni. Halda skal gerđarbók um ţađ sem fjallađ er um á félagsfundum og um niđurstöđur vinnuhópa og skal hún vera ađgengileg félagsmönnum.

10. grein

Slit félagsins

Komi fram tillaga um ađ leggja félagiđ niđur ţarf samţykki a.m.k. 2/3 hluta atkvćđisbćrra félagsmanna á ađalfundi. Eignir félagsins renna ţá til Háskóla Íslands.

11. grein

Gildistími

Lög ţessi öđlast gildi á stofnfundi félagsins.